Innlent

Grunur um mann­dráp á Suður­landi, Kári Stefáns­son og ropandi kýr

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Karlmaður á fertugsaldri er talinn hafa verið myrtur í sumarhúsi á Suðurlandi. Fjórir hafa verið handteknir.

Lögregla hefur lagt hald á helmingi meira magn kókaíns það sem af er ári, miðað við sama tíma í fyrra. Dæmi eru um að burðardýr hafi verið með yfir 200 pakkningar innvortis. Í sumum tilfellum er þörf á skurðaðgerð til að fjarlægja efnin.

Íslensk erfðagreining situr á upplýsingum um erfðabreytileika fjölda Íslendinga sem gætu stytt lífslíkur þeirra. Forstjóri fyrirtækisins segir óásættanlegt að hér sé hefð fyrir því að fólkið sé ekki látið vita af því.

Barnamálaráðherra kveðst vera meðvitaður um vanda einhverfra barna í skólakerfinu og langþreytta foreldra þeirra. Breyta þurfi kerfinu en það taki tíma og allir þurfi að leggja hönd á plóg.

Við sjáum fjölmenn mótmæli á Tenerife, verðum í beinni útsendingu frá Þjóðleikhúsinu og forvitnumst um tilraun sem snýr að ropandi kúm.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan.

Klippa: Kvöldfréttir 20. apríl 2024


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×