Körfubolti

Giannis hjálpað af velli í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thanasis Antetokounmpo og Brook Lopez hjálpa hér Giannis Antetokounmpo af velli í nótt.
Thanasis Antetokounmpo og Brook Lopez hjálpa hér Giannis Antetokounmpo af velli í nótt. Getty/Stacy Revere

Gríski körfuboltamaðurinn Giannis Antetokounmpo meiddist í sigri Milwaukee Bucks á Boston Celtics í NBA deildinni í körfubolta í nótt.

Antetokounmpo hefur tvisvar verið valinn besti leikmaður tímabilsins og er einn allra besti leikmaður deildarinnar. Löng fjarvera hans gæti verið mikið áfall fyrir Bucks nú þegar styttist heldur betur í úrslitakeppnina. Þetta lítur þó betur út en í fyrstu var talið.

Antetokounmpo hrundi í gólfið þegar hann var að hlaupa upp völlinn og án þess að einhver var nálægt honum. Bandarískir miðlar tala um kálfameiðsli en hann þurft hjálpa liðsfélaga til að koma sér af vellinum.

Þetta gerðist í þriðja leikhlutanum og Antetokounmpo kom skiljanlega ekki meira við sögu í leiknum.

Doc Rivers, þjálfari Milwaukee Bucks, sagði að Giannis væri á leið í myndatöku þar sem bæði kálfinn og hásinin verða skoðuð. Fyrsti niðurstöður voru að þetta væri tognun á kálfa og að hann hafi sloppið með skrekkinn.

Antetokounmpo var komin með 15 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar þegar hann meiddist í þriðja leikhlutanum og því á góðri leið í þrennuna.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×