Körfubolti

Rodrigu­ez kom Grinda­vík yfir í ein­víginu gegn Þór

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eva Wium og Danielle Rodriguez í baráttunni.
Eva Wium og Danielle Rodriguez í baráttunni. Vísir/Diego

Grindavík er komið yfir gegn Þór Akureyri í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Grindavík vann sjö stiga sigur, 94-87, þar sem Danielle Rodriguez fór hreinlega á kostum.

Líkt og undanfarið fóru heimaleikir Grindavíkur fram í Smáranum í Kópavogi og átti heimaliðið erfitt uppdráttar í fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir að sóknarleikurinn væri nokkuð flottur þá stóð ekki steinn yfir steini varnarlega.

Það lagfærði liðið í 2. leikhluta segja má að sá leikhluti og sá þriðji hafi lagt grunninn að sigri kvöldsins. Þór gerði áhlaup í fjórða leikhluta en það dugði ekki til, lokatölur 94-87. Grindavík leiðir einvígi liðanna því 1-0 en vinna þarf þrjá til að komast í undanúrslit.

Rodriguez var mögnuð í liði Grindavíkur með 37 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Sarah Sofie Mortensen var álíka öflug með 31 stig og 12 fráköst.

Eva Wium Elíasdóttir var stigahæst hjá Þór Ak. með 23 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×