Fótbolti

Ballið byrjar hjá stelpunum á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir og stelpurnar okkar verða að byrja undankeppnina vel ætli þær sér á EM 2025.
Glódís Perla Viggósdóttir og stelpurnar okkar verða að byrja undankeppnina vel ætli þær sér á EM 2025. Vísir/Vilhelm

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir hittu fjölmiðlamenn í tilefni af leik á móti Póllandi á Kópavogsvellinum á morgun.

Þetta er fyrsti leikur þjóðanna í nýrri undankeppni EM en þar geta íslensku stelpurnar tryggt sér sæti á fimmta Evrópumótinu í röð.

Íslenska liðið flýgur svo til Þýskalands þar sem liðið spilar við heimastúlkur eftir helgi.

Það er gríðarlega mikilvæg fyrir íslenska liðið að byrja undankeppnina með sigri á heimavelli.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af fundinum.

Klippa: Blaðamannafundur KSÍ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×