Íslenski boltinn

Tvö­faldur meistari frá Finn­landi í Garða­bæ

Sindri Sverrisson skrifar
Hannah Sharts er mætt á Samsung-völlinn í Garðabæ.
Hannah Sharts er mætt á Samsung-völlinn í Garðabæ. Stjarnan

Stjarnan hefur fengið til sín bandarískan varnarmann fyrir komandi leiktíð í Bestu deild kvenna í fótbolta. Hún heitir Hannah Sharts og er 24 ára gömul.

Sharts kemur til Stjörnunnar eftir afar vel heppnaða fyrstu leiktíð sína í atvinnumennsku, en hún varð tvöfaldur meistari með KuPS í Finnlandi á síðustu leiktíð. Áður var Sharts leikmaður Boulder háskólans í Colorado þar sem hún bar fyrirliðabandið.

Í tilkynningu Stjörnunnar segir að Sharts sé bæði hávaxin og kröftug, og að hún sé öflugt vopn í föstum leikatriðum enda hafi hún skorað sex mörk og átt þrjár stoðsendingar fyrir KuPS á síðustu leiktíð.

Stjörnukonur misstu reynslumikinn máttarstólpa úr vörninni í vetur þegar Málfríður Erna Sigurðardóttir fór til Vals. Þangað fór einnig Jasmín Erla Ingadóttir, bakvörðurinn Sædís Rún Heiðarsdóttir hélt út til Noregs í atvinnumennsku og Heiða Ragney Viðarsdóttir fór til Breiðabliks.

Auk Sharts eru komnar Esther Rós Arnarsdóttir frá FH og Henríetta Ágústsdóttir frá HK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×