Fótbolti

Þjálfari Jóhanns segir dómgæsluna í deildinni ekki hafa verið nógu góða

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Vincent Kompany, knattspyrnustjóri Burnley, fékk að líta beint rautt spjald um liðna helgi.
Vincent Kompany, knattspyrnustjóri Burnley, fékk að líta beint rautt spjald um liðna helgi. Zac Goodwin/PA Images via Getty Images

Vincent Kompany, knattspyrnustjóri Burnley, segir að dómgæslan í ensku úrvalsdeildinni hafi einfaldlega ekki verið nógu góð á tímabilinu.

Kompany fékk að líta rautt spjald í leik Burnley og Chelsea um helgina þar sem liðin gerðu 2-2 jafntefli. Þjálfarinn fékk rauða spjaldið fyrir að mótmæla vítaspyrnudómi sem leiddi til þess að Lorenz Assignon, leikmaður Burnley, var sendur af velli.

Alls hafa leikmenn Burnley fengið að líta sex rauð spjöld á tímabilinu, fleiri en nokkuð annað lið í ensku úrvalsdeildinni. Kompany segist þó ekki ætla að fara að vera feiminn við það að segja sína skoðun og að hann beri það ekkert fyrir sig að fá sektir.

„Ég hef sagt það við dómarana sjálfa að dómgæslan á tímabilinu hefur ekki verið nógu góð,“ sagði Kompany.

„Ég hef sagt það á uppbyggilegan hátt og skil það vel að þetta er ekki auðvelt starf. Það sem þeir þurfa að þola er ótrúlegt og það hefur aldrei verið meiri pressa á dómurunum.“

„Eftir að VAR bættist við og fleiri fóru að hafa skoðanir ásamt því að það bætast við fleiri dómarar gerir þetta ekki auðvelt,“ bætti Kompany við.

Burnley situr í næst neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 18 stig eftir 30 leiki, fjórum stigum frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×