Fótbolti

Meiðsla­listi Liver­pool styttist

Siggeir Ævarsson skrifar
Darwin Nunez er klár fyrir leikinn á sunnudag
Darwin Nunez er klár fyrir leikinn á sunnudag Vísir/Getty

Liverpool tekur á móti Brighton á sunnudaginn í ensku úrvalsdeildinni en þegar tíu umferðir eru eftir eru Arsenal og Liverpool jöfn að stigum með 64 stig efst í deildinni og Manchester City stigi á eftir.

Jurgen Klopp, þjálfari liðsins, staðfesti á fréttamannafundi í gær að Úrúgvæinn Darwin Nunez væri orðinn leikfær en hann tók ekki þátt í landsliðsverkefnum Úrúgvæ á dögunum vegna meiðsla. Þá snýr Curtis Jones einnig aftur í lið Liverpool en hann hefur ekki leikið með liðinu síðan 17. febrúar vegna ökklameiðsla.

Miðvörðurinn stæðilegi Ibrahima Konaté er einnig orðinn leikfær en hann missti af stórleik Liverpool og Manchester City vegna meiðsla í læri.

Meiðslalisti Liverpool er þó langt í frá tæmdur. Anderson Becker, aðalmarkvörður liðsins er enn fjarri góðu gamni, ásamt Andrew Robertson sem virðist þó vera allur að koma til. Þá eru þeir Trent Alexander-Arnold, Diogo Jota, Thiago Alcantara og Joel Matip allir meiddir en ekki er reiknað með að Matip spila aftur fyrr en næsta haust í fyrsta lagi og alls óvíst hvenær Alcantara snýr aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×