Innlent

Vél­sleða­maður lenti í snjó­flóði

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá aðgerðum í dag.
Frá aðgerðum í dag.

Björgunarsveitir á Húsavík og Aðaldal voru kallaðar út upp úr klukkan tvö í dag vegna vélsleðaslys. Þá var tilkynnt að maður á vélsleða hefði lent í snjóflóði og slasast.

Þetta var við Nykurtjörn við Húsavík, skammt frá skíðasvæðinu á Húsavík.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að snjóflóðahætta sé á þessu svæði.

Björgunarfólk á vélsleðum og snjóbílum fór á staðinn. Þau hlúðu að manninum, bjuggu um hann og komu honum í sjúkrabörur.

Hann var svo fluttur áfram í björgunarsveitarbíl til móts við sjúkrabíl. Allir frá björgunarsveitunum sneru heim rétt fyrir fjögur í dag.

Frá skíðasvæðinu á Húsavík í dag.Landsbjörg

Maðurinn var fluttur á björgunarsveitarbíl í sjúkrabíl.Landsbjörg


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×