Sport

Sú besta á Norður­löndum í sjúk­legu spennu­falli síðustu daga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erika Nótt Einarsdóttir mjög sátt með gullverðlaunin sín.
Erika Nótt Einarsdóttir mjög sátt með gullverðlaunin sín. @erika_nott_

Íslenska hnefaleikakonan Erika Nótt Einarsdóttir skrifaði nýjan kafla í sögu hnefaleika á Íslandi um síðustu helgi þegar hún varð fyrsti Íslendingurinn til að verða Norðurlandameistari í hnefaleikum.

Þetta var því ekki aðeins risasigur fyrir hina sautján ára gömlu Eriku Nótt heldur einnig fyrir hennar íþrótt hér á landi.

Erika Nótt tjáði sig um afrek sitt á samfélagsmiðlum en auk þess að vinna gullið þá var hún einnig valin besti unga hnefaleikkonan á mótinu sem var mikil viðurkenning fyrir frammistöðu hennar.

Erika vann sænska stelpu sannfærandi í úrslitabardaga mótsins. Ísland hefur keppt oft á Norðurlandamótinu áður en aldrei hlotið gull.

Erika hreif marga með sér eins og sást þegar var komið að því að veita verðlaunin fyrir besta “Youth” boxara kvenna á mótinu. Þar var valið á milli allra kvenboxara undir nítján ára og Eirka var kölluð fram til að taka við verðlaununum.

„Ég er búin að æfa box í sex ár núna og ég bara búin að vera í sjúku spennufalli síðustu daga. Þetta var alltaf eitthvað sem ég hef viljað gera mjög lengi,“ skrifaði Erika Nótt.

„Ég vil þakka liðinu mínu, vinum og fjölskyldu. Það er geggjað að sjá að öll vinnan gerði eitthvað gott. Þetta er algjör draumur,“ skrifaði Erika, þakkaði fyrir sig.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×