Lífið

Handboltagoðsögn selur glæsihús í Garða­bæ

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Patrekur og fjölskylda hafa sett stórglæsilegt einbýlishús á besta stað í Urriðaholti á sölu.
Patrekur og fjölskylda hafa sett stórglæsilegt einbýlishús á besta stað í Urriðaholti á sölu.

Handboltagoðsögnin Patrekur Jóhannesson og eiginkona hans Rakel Anna Guðnadóttir hafa sett glæsilegt einbýlishús við Brekkugötu í Urriðaholti á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 242 milljónir.

Um er að ræða 280 fermetra eign á tveimur hæðum. Húsið einkennist af miklum munaði og búið öllum nútíma þægindum. Heimili hjónanna er sérlega fallega innréttað og hafa þau bersýnilega auga fyrir fallegri hönnun.

Innréttingar eru sérsmíðaðar með góðu geymsluplássi.Fasteignaljósmyndun
Góður búrskápur og tækjaskápur í innréttingu og innbyggður ísskápur, vínkælir og frystir auk uppþvottavélar.Fasteignaljósmyndun

Í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis kemur fram að eignin í fjögur stór svefnherbergi, tvö baðherbergi, gestasnyrtingu, tvær stofur, eldhús, þvottaherbergi, sjónvarpsstofu og bílskúr.

Eldhúsið er stórt og bjart með sérsmíðuðum innréttingum sem ná upp í loft í gráu og hnotu og marmara á borðum. Á milli eldhúss og stofu er stór og hrár sjónsteypuveggur sem gefur heildarmyndinni skemmtilegt yfirbragð.

Útgengt er úr stofu á stóra og skjólsæla verönd með heitum potti, gufubaðshúsi, útisturtu og grilleldhúsi.

Borðstofan er rúmgóð og björt.Fasteignaljósmyndun
Í stofunni er fallegur og stílhreinn arinn. Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×