Sport

Sættust á 45 milljarða skaða­bætur til fyrrum UFC bardagakappa

Ágúst Orri Arnarson skrifar
UFC er í eigu TKO Group sem mun greiða skaðabætur upp á 335 milljónir dollara.
UFC er í eigu TKO Group sem mun greiða skaðabætur upp á 335 milljónir dollara. Simon Cooper/PA Images via Getty Images

Sátt náðist í kærumáli sem 1215 fyrrum blandaðir bardagaíþróttamenn stefndu gegn Ultimate Fighting Champion bardagasamtökunum.

TKO Group, móðurfélag UFC sem var stofnað í samruna við WWE glímufyrirtækið árið 2023, samþykkti greiðslu upp á 335 milljónir dollara, sem jafngildir um 45,8 milljörðum króna. 

Fyrirtækið var sakað um að brjóta gegn samkeppnislögum með því að banna bardagamönnum að birtast í auglýsingum annara fyrirtækja, upphaflega var krafist 1,6 milljarð Bandaríkjadollara.

Málið átti að fara fyrir dómstóla 16. apríl – þess gerist ekki lengur þörf.

Fimm ákærur frá 2014, 2015 og 2021 voru sameinaðar í eina. Stefnendur voru fyrrum bardagaíþróttamenn sem voru samningsbundir UFC frá 2010–17. Stærstu nöfnin meðal þeirra voru Brandon Vera, Kajan Johnson, Kyle Kingsbury og Cung Le.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×