Innlent

Heiðin lík­lega lokuð til morguns

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Lögregla hvetur vegfarendur til að fylgjast með á vef Vegagerðarinnar. 
Lögregla hvetur vegfarendur til að fylgjast með á vef Vegagerðarinnar.  Vísir/Atli Ísleifsson

Búið er að loka þjóðveginum um Holtavörðuheiði vegna óveðurs. Ekki er reiknað með að opnað verði fyrir umferð um heiðina fyrr en í fyrramálið. 

Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra kemur fram að vegurinn um Laxárdalsheiði sé fær en tvísýnt sé um færð yfir Bröttubrekku. 

Á vef Vegagerðarinnar segir að vindur á heiðinni nái átján metrum á sekúndu. Samkvæmt vef Veðurstofunnar er spáð snjókomu á heiðinni inn í nóttina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×