Innlent

Raf­magn tekið af Grinda­vík

Smári Jökull Jónsson skrifar
Myndin er frá því fyrr í kvöld og sýnir Grindavík með gosið í bakgrunni. Myndin er tekin frá Innri-Njarðvík. 
Myndin er frá því fyrr í kvöld og sýnir Grindavík með gosið í bakgrunni. Myndin er tekin frá Innri-Njarðvík.  Halldór Vilberg Ómarsson

Rafmagn var tekið af í Grindavík rétt í þessu en á vefmyndavélum sést að ljós í bænum hafa slokknað.

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, staðfestir í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið gert af ásettu ráði. Hraunið stefnir í átt að háspennumöstrum og var tekið út vegna þess.

Ef háspennulínan frá Svartsengi fer út getur orðið mikill skaði að söng Tómasar, bæði í Svartsengi og í Reykjanesbæ.

Á vefmyndavélum við Grindavík sést að rafmagn er farið af bænum. Í samtali við Hjördísi Guðmundsdóttur hjá Almannavörnum kemur fram að rafmagn hafi verið tekið af bænum og benti Hjördís á HS-Veitur vegna málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×