Fótbolti

Guardiola: Orðið að svo­lítilli hefð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola fær enn einu sinni að glíma við Real Madrid.
Pep Guardiola fær enn einu sinni að glíma við Real Madrid. Getty/Robbie Jay Barratt

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, fær enn á ný það verkefni að mæta Real Madrid í Meistaradeildinni.

Þriðja árið í röð mætast liðin í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.

„Það er ekkert annað í boði en að takast á við þetta verkefni. Þetta er orðið að svolítilli hefð. Þrjú ár í röð,“ sagði Pep Guardiola.

„Þetta eru kóngar keppninnar. Svoleiðis er það bara. Vonandi verður við á góðum stað þegar kemur að leiknum. Það eru nokkrar vikur i fyrri leikinn,“ sagði Guardiola.

Í fyrra mættust liðin í undanúrslitunum. Liðin gerðu þá 1-1 jafntefli á Spáni en Manchester City vann seinni leikinn 4-0 á heimavelli þar sem Bernando Silva skoraði tvö mörk og þeir Manuel Akanji og Julián Álvarez skoruðu hin mörkin.

Tímabilið á undan mættust liðin líka í undanúrslitum og þar vantaði ekki dramatíkina. Manchester City vann fyrri leikinn 4-3 á heimavelli en Real Madrid þann seinni 3-1 eftir framlengingu.

City var þá í góðum málum og 1-0 yfir undir lok leiksins. Rodrygi skoraði þá tvö mörk með örstuttu millibili, á 90. og 90.+1 og tryggði spænska liðinu framlengingu. Karim Benzema skaut Real síðan í úrslitaleikinn í framlengingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×