Innlent

Gefur ekki kost á sér

Árni Sæberg skrifar
Ólafur Jóhann ætlar ekki að verða forseti.
Ólafur Jóhann ætlar ekki að verða forseti. Vísir/Vilhelm

Ólafur Jóhann Ólafsson mun ekki gefa kost á sér í embætti forseta Íslands.

„Að gefnu tilefni tilkynni ég að ég hyggst ekki gefa kost á mér í kjöri til forseta Íslands. Ég vil færa þeim fjölmörgu sem hafa hvatt mig til að bjóða mig fram innilegar þakkir en með því hafa þau sýnt mér ómetanlegt traust,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson í fréttatilkynningu.

Þá segir hann að hann treysti þjóðinni til að finna í þetta vandmeðfarna embætti einstakling sem er því vaxinn – gætir hagsmuna Íslands heima og heiman, stendur vörð um menningu okkar og tungu, þekkir sögu okkar og sérstöðu en sér um leið fram á veginn.

Sagðist leggja við hlustir

Nafn Ólafs Jóhanns hefur ítrekað verið nefnt eftir að Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri.

Í byrjun mánaðar sagði hann í samtali við Mbl að hann væri ekki búinn að taka ákvörðun um hvort hann færi fram en að hann legði við hlustir. „Maður verður að gera það þegar þetta er svona mikið í umræðunni,“ sagði hann við blaðamann Mbl.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×