Innlent

Bein út­sending: Lands­þing sveitar­fé­laga

Atli Ísleifsson skrifar
Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Vilhelm

Landsþing sveitarfélaga fer fram í Hörpu í dag þar sem kjörnir fulltrúar sveitarfélaga um allt land ræða þau málefni sem helst brenna á sveitarfélögunum.

Landsþing hefur æðsta vald í málefnum Sambands íslenskra sveitarfélaga og kemur saman árlega, að jafnaði í mars eða apríl. Hægt verður að fylgjast með þinginu í beinu streymi að neðan, en það hefst klukkan 10.

„Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, setur Landsþing kl. 10 og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ávarpar ráðstefnuna. Þá munu Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Heiða Björg eiga samtal um sveitarstjórnarmál sem Sigríður Hagalín Björnsdóttir stýrir. Þá er fjöldi annarra áhugaverðra erinda á dagskrá þar sem áherslan er hamfarir og krísustjórnun hjá sveitarfélögum,“ segir í tilkynningu.

Dagskrá þingsins:

  • 10:00 Þingsetning. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
  • 10:20 Kosning þingforseta, ritara og kjörbréfanefndar
  • 10:30 Sambandið til framtíðar. Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga
  • 10:45 Samstaða landsmanna og viðbrögð við áskorunum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
  • 11:10 Samtal um sveitarstjórnarmál. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður sambandsins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sveitarstjórnarmála. Sigríður Hagalín Björnsdóttir stýrir umræðum
  • Umræður
  • 12:00 H Á D E G I S H L É
  • 13:00 Viðbrögð við hamförum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra
  • 13:25 Hamfarir: Umræður á borðum
  • 14:20 K A F F I H L É
  • 14:45 Panelumræður: Hamfarir og krísustjórnun. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, og Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Sigríður Hagalín Björnsdóttir stýrir umræðum
  • 15:30 Tillögur og afgreiðsla tillagna frá þingfulltrúum
  • 15:50 Þingslit. Jón Björn Hákonarson, varaformaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×