Lífið

Skemmti­legustu aug­lýsingarnar spegla okkur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bragi Valdimar þekkir það manna best hvernig góðar auglýsingar eru gerðar.
Bragi Valdimar þekkir það manna best hvernig góðar auglýsingar eru gerðar.

Hvernig eru bestu auglýsingar ársins? Hvaða auglýsingar stóðu upp úr og voru skemmtilegastar eða snertu okkur beint í hjartað?

Samtök markaðs og auglýsingafólks í samráði við samband íslenskra auglýsingastofa veita árlega verðlaunin Lúðurinn fyrir bestu auglýsingar ársins.

Í ár var auglýsingastofan Pipar/TBWA valin auglýsingastofa ársins en þar eru bæði auglýsingastofur hér á landi og erlendis.

Bragi Valdimar Skúlason er einn af eigendum auglýsingastofunnar Brandenburg og rifjaði hann upp í innslagi gærkvöldsins herferð sem fyrirtækið framleiddi fyrir Krónuna síðasta sumar og sneri það að íslenska sumrinu, ekki þetta yndislega sumar, heldur þetta sumar sem margir kannast við. Rok og rigning.

„Það er alltaf gaman en þetta getur verið blautt og frekar vont veður. Þetta virkaði vel og það var gaman að Krónan hafi verið til í þetta. Þú ert alltaf að reyna snerta við einhverju sem fólk tengir við. Þá er ansi mikið unnið,“ segir Bragi.

Og margar auglýsingarnar voru bæði fyndnar og skemmtilegar og spegluðu okkur vel sem þjóð. Vala Matt kannaði málið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur geta séð það í heild sinni inni á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×