Innlent

Öku­maðurinn al­var­lega slasaður en ekki í lífs­hættu

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Ökumaður bílsins er þungt haldinn á gjörgæsludeild en er ekki talinn í lífshættu.
Ökumaður bílsins er þungt haldinn á gjörgæsludeild en er ekki talinn í lífshættu. Vísir/Vilhelm

Maðurinn sem lenti í alvarlegu umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi í nótt er alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalands, en er ekki talinn í lífshættu. Jepplingur sem hann keyrði fór út af veginum og lenti á girðingu. 

Slysið varð um klukkan þrjú í nótt, nærri Garðatorgi. Að sögn Skúla Jónssonar, stöðvarstjóra lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði, var ökumaðurinn einn á ferð í litlum jeppling.

Hann hafnaði út af veginum en nánari tildrög slyssins liggja ekki fyrir. Rannsóknarnefnd samgönguslysa var kölluð á vettvang. 

Beita þurfti klippum til að ná manninum úr bílnum og var hann fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans. Skúli segir að samkvæmt upplýsingum sem honum hafi borist sé maðurinn alvarlega slasaður en ekki talinn í lífshættu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×