Innlent

Hættir sem bæjar­stjóri Vestur­byggðar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Þórdís Sif Sigurðardóttir hefur gegnt stöðu bæjarstjóra Vesturbyggðar frá árinu 2022.
Þórdís Sif Sigurðardóttir hefur gegnt stöðu bæjarstjóra Vesturbyggðar frá árinu 2022. Árborg

Þórdís Sif Sigurðardóttir núverandi bæjarstjóri Vesturbyggðar segir í tilkynningu á Facebook að hún ætli ekki að gefa kost á sér í starf bæjarstjóra í kosningum sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í sumar. 

Þórdís segir að með þessu sé hún að fylgja hjartanu, en börnin hennar búi í Reykjavík hjá pabba sínum og hana langi til að búa nær þeim. Þórdís hefur verið ráðin bæjarritari og sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs hjá Sveitarfélaginu Árborg, en þar mun hún hefja störf í júní.

Þórdís segir að erfitt sé að taka slíkar ákvarðanir og kveðja góð bæjarfélög, góðan vinnustað og frábært samstarfsfólk. Hún kveðst ætla vinna hörðum höndum að þeim verkefnum sem eru á hennar borði þar til hún skiptir um starfsvettvang í sumar. 

Þórdís Sif er með BSc próf í viðskiptalögfræði og meistarapróf í lögfræði, og hefur áður starfað fyrir Ísafjararbæ, sem bæjarstjóri Borgarbyggðar og nú síðast sem bæjarstjóri Vesturbyggðar.

Sameining sveitarfélaganna Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps var samþykkt í íbúakosningu 28. október 2023.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×