Lífið

Fagnar stóru og sterku lærunum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Katrín Edda taldi sig lifa heilbrigðu líferni þegar hún keppti í fitness.
Katrín Edda taldi sig lifa heilbrigðu líferni þegar hún keppti í fitness. Katrín Edda

Katrín Edda Þorsteinsdóttir áhrifavaldur og verkfræðingur segist í sjokki yfir því að skoða myndir af sér frá því fyrir seinustu fitnesskeppnina hennar. Þar hafi lífið snúist um að verða „eins og blað.“ Markmiðið hafi verið að minnka lærin en í dag er Katrín hamingjusöm í Crossfit þar sem enginn spáir í stærð læranna, heldur styrk þeirra.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í einlægri Instagram færslu. Þar segir Katrín að átröskun hafi fylgt henni frá þrettán ára aldri.  „Og fékk áfram að lifa í fitnessinu þar sem ég gat talið mér trú um að ég væri að lifa heilbrigðu líferni þar sem ég væri að fylgja „matarplani“ og „keppa í íþrótt,“ skrifar Katrín. 

„Fækkaði hitaeiningum stanslaust, fastaði 20 til 22 klst á dag og æfði 2 x á dag og var auðvitað í 100% verkfræðinámi og þremur vinnum á sama tíma og svaf eftir því.“ 

Í færslunni má sjá myndir af Katrínu frá keppnistímabilinu árið 2014 til samanburðar við útlit hennar í dag.

„Smá sjokk að skoða myndirnar fyrir seinustu fitnesskeppninni minni 2014 þar sem lífið snerist um að verða „eins og blað“ þar sem mér var stöðugt sagt að lærin mín væru of stór miðað við efri búk og var því markmið mitt alltaf að minnka þau,“ skrifar Katrín.

„Ég hef ALLTAF verið með læri í stærra lagi og því hægara sagt en gert að reyna að minnka þau sérstaklega enda minnkaði ég svo öllsömul á sama tíma. Mikið var gott að komast úr því sporti yfir í crossfit þar sé enginn pælir í stærð læranna minna heldur í styrk þeirra. Má ég þá frekar fá mér smá súkkulaði daglega, borða það sem ég vil borða, æfa eins og ég vil æfa og fagna mínum stóru sterku lærum.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×