Lífið

Þessi skipa dóm­nefnd Söngva­keppninnar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kynnar Söngvakeppninnar í ár þau Siggi Gunnars, Ragnhildur Steinunn og Unnsteinn Manuel.
Kynnar Söngvakeppninnar í ár þau Siggi Gunnars, Ragnhildur Steinunn og Unnsteinn Manuel. RÚV/Mummi Lú

Ríkisútvarpið hefur svipt hulunni af nöfnum þeirra sem sitja í dómnefnd Söngvakeppninnar í ár. Úrslit keppninnar fara fram í Laugardalshöll í kvöld.

Í dómnefndinni í ár sitja ýmsir þjóðþekktir einstaklingar úr tónlistarsenu landsins. Þar má meðal annars nefna Einar Bárðarson, Vigdísi Hafliðadóttur og Elínu Hall.

Eins og fram hefur komið er Bashar af veðbönkum talinn líklegastur til að fara með sigur af hólmi í keppninni í kvöld. Þeir hafa þó ekki alltaf haft rétt fyrir sér undanfarin ár líkt og rifjað var upp í umfjöllun Vísis í vikunni.

Dómnefndin í heild sinni:

  • Vig­dís Hafliðadótt­ir söng­kona
  • Sindri Ástmars­son dag­skrár­stjóri Ice­land Airwaves
  • Erna Hrönn söng­kona og út­varps­kona
  • Árni Matth­ías­son tón­list­ar­blaðamaður og rit­höf­und­ur
  • Sig­ríður Bein­teins­dótt­ir söng­kona
  • Ein­ar Bárðar­son stjórn­ar­formaður Tón­list­armiðstöðvar
  • Elín Hall tón­list­ar­kona





Fleiri fréttir

Sjá meira


×