Fótbolti

Sektaður um tæpar fjórar milljónir fyrir að keyra fullur á öfugum vegar­helmingi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hamza Choudhury þarf að greiða háa sekt fyrir brot sitt.
Hamza Choudhury þarf að greiða háa sekt fyrir brot sitt. Mike Hewitt/Getty Images

Hamza Choudhury, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Leicester, hefur verið sektaður um 20 þúsund pund fyrir ölvunarakstur.

Choudhury var stöðvaður af lögreglu í Nottinghamshire þann 19. janúar síðastliðinn. Hann var þá undir áhrifum áfengis og keyrði Range Rover bíl konu sinnar á öfugum vegarhelmingi. Miðjumaðurinn var þá á leið aftur á veitingastað þar sem hann hafði borðað fyrr um kvöldið til að sækja símann sinn.

Hann játaði sig sekan um að hafa keyrt með tvöfalt leyfilegt áfengismagn í blóðinu.

Choudhury var gert að greiða 20 þúsund punda sekt fyrir brot sitt, sem samsvarar um 3,5 milljónum króna. Þá þarf hann einnig að greiða tvö þúsund punda aukagjald og 85 pund í málskostnað. Alls þarf Choudhury því að reiða fram rétt tæpar fjórar milljónir íslenskra króna.

Að lokum missir Choudhury bílprófið í 40 mánuði, en hann getur fengið það níu mánuðum fyrr ef hann lýkur námskeiði um ölvunarakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×