Lífið

Tók við Kjörís 23 ára eftir að faðir hennar varð bráð­kvaddur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðrún er í dag dómsmálaráðherra.
Guðrún er í dag dómsmálaráðherra.

Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Sindri Sindrason Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra og fékk að kynnast henni betur.

Það tók Sindra sex mánuði að fá viðtal við Guðrúnu þar sem hún er svo gríðarlega upptekin. Fram kom í samtali þeirra að dómsmálaráðherra drekkur ekki kaffi.

En hennar drykkur er einfaldlega kókómjólk. „Þú færð kraft úr kókómjólk,“ sagði Guðrún.

„Ég veit alveg að ég er öðruvísi en margir. Það eru ekkert margir á mínum aldri sem taka slátur og stoppa í sokka, en ég geri það.“

Foreldrar Guðrúnar stofnuðu Kjörís í Hveragerði á sínum tíma.

„Pabbi stofnar Kjörís árið 1969 og síðan verður hann bráðkvaddur þegar ég er 23 ára. Þá er ég búin að vera vinna mjög náið með honum í heilt ár. Það lá einhvern veginn við að ég tæki þá við af honum. Þá var ég orðin forstjóri með fimmtíu manns í vinnu. Ég segi stundum að það er lífsreynsla og skóli sem er hvergi kennt.“

Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur geta horft á það í heild sinni á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2.

Klippa: Tók við Kjörís 23 ára eftir að faðir hennar varð bráðkvaddur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×