Handbolti

Öruggir sigrar hjá Íslendingaliðunum í Meistara­deild Evrópu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ómar Ingi átti góðan leik að venju.
Ómar Ingi átti góðan leik að venju. Mario Hommes/Getty Images

Íslendingaliðin Magdeburg og Veszprém unnu örugga sigra í leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Magdeburg og Veszprém leika bæði í B-riðli Meistaradeildarinnar og eru í harðri baráttu innbirðis um annað sæti riðilsins sem gefur sæti beint í átta liða úrslit. Liðin sem hafna ði 2.-6. sæti þurfa hins vegar að fara í umspil um sæti í átta liða úrslitum.

Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg er liðið vann sex marka sigur gegn Wisla Plock, 28-22. Liðið var undir í hálfleik, 13-14, en góður seinni hálfleikur skilaði liðinu öruggum sigri.

Janus Daði Smárason og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru ekki í leikmannahópi Magdeburg í kvöld.

Þá skoraði Bjarki Már Elísson tvö mörk fyrir Veszprém er liðið valtaði yfir Porto, 26-40. Veszprém situr nú í þriðja sæti B-riðils með 16 stig eftir 18 leiki, tveimur stigum á eftir MAgdeburg sem situr í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×