Sport

Rooney ræðir við KSI um boxbardaga

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Wayne Rooney virðist ætla að bíða með næsta þjálfaragigg og snúa sér að boxinu.
Wayne Rooney virðist ætla að bíða með næsta þjálfaragigg og snúa sér að boxinu. fotojet / getty images

Wayne Rooney á nú í viðræðum við bardagamótshaldarann og samfélagsmiðlastjörnuna KSI. Talið er Rooney sé opinn fyrir bardaga á árinu og hafi beðið fyrirtæki KSI um að skipuleggja hann. 

Rooney var rekinn frá Birmingham í janúar eftir hrapalegt gengi síðan hann tók við þjálfun liðsins fyrr á tímabilinu. Þá hafði hann áður þjálfað Derby County og D.C. United. 

Aðdáendur þessa fyrrum leikmanns Manchester United biðu fregna af frekari áformum hans í þjálfun en Rooney virðist ætla að taka óvænta stefnubreytingu og berjast frekar í boxhringnum. 

Hann hefur undanfarið verið í samskiptum við Misfits Boxing, fyrirtæki sem er í eigu samfélagsmiðlastjörnunnar KSI og Kalle Sauerland. Misfits Boxing hefur staðið fyrir bardögum milli ýmsra frægra einstaklinga, fyrrum MMA bardagakappa, YouTube stjarna og OnlyFans daðurdrósa. Ekki liggur fyrir hver mögulegur andstæðingur Wayne Rooney yrði en fjölmargir koma til greina. 

Rooney er ekki ókunnugur boxinu en myndband af honum slást á heimili sínu árið 2015 fór sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Hann gerði góðlátlegt grín að sjálfum sér í næsta leik og fagnaði marki með skuggaboxi. Þá hefur hann margoft sést á viðburðum og bardögum í boxinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×