Lífið

Júlí Heiðar, Patrik og Elsa úr Frost fóru á kostum í loka­þættinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heljarinnar skemmtiatriði í lokaþætti Idol.
Heljarinnar skemmtiatriði í lokaþætti Idol.

Júlí Heiðar og Patrik Atlason eða Prettyboitjokko fóru á kostum í lokaþætti Idol á föstudagskvöldið þegar þeir fluttu lagið Heim.

Mikið fjör var í Idol-höllinni þegar þeir félagar fóru á sviðið og tóku lagið nýja eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Júlí Heiðar og Prettyboitjokko - Heim

Enn fleiri skemmtiatriði litu dagsins ljós í lokaþættinum. Hildur Vala Baldursdóttir flutti lagið Ég er frjáls úr söngleiknum Frost sem verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu á næstunni.

Frost er söngleikur byggður á Disney-myndinni Frozen eftir Jennifer Lee, í leikstjórn Chris Buck og Jennifer Lee. Frumuppfærslan var sýnd á Broadway en sýningin í Þjóðleikhúsinu verður ný uppfærsla Gísla Arnar Garðarsonar og unnin í samvinnu við Vesturport og fleiri leikhús á Norðurlöndunum.

Gísli Örn hefur tryggt sér sýningarréttinn á Norðurlöndum.

Hér að neðan má sjá þann flutning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×