Innlent

Tekur við stöðu fram­kvæmda­stjóra Vinstri grænna

Atli Ísleifsson skrifar
Ragnar Auðun Árnason.
Ragnar Auðun Árnason. VG

Ragnar Auðun Árnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Vinstri grænna.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Vinstri grænum. Þar segir að Ragnar Auðun hafi lokið meistaraprófi í evrópskum og norrænum fræðum frá Háskólanum í Helsinki árið 2022, en hann sé jafnframt með bachelorgráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Ragnar er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík.

„Ragnar Auðun er fæddur árið 1994 og uppalinn í vesturbæ Reykjavíkur. Hann starfaði hjá utanríkisráðuneyti Íslands eftir útskrift 2022 til loka árs 2023.

Ragnar hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í félagsmálum. Hann var meðal annars talsmaður Ungra vinstri grænna, sat í stjórn Vinstri grænna, var formaður Vinstri grænna í Reykjavík, stúdentaráðsfulltrúi í Stúdentaráði HÍ (SHÍ), lánasjóðsfulltrúi SHÍ og varaforseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis.

Ragnar Auðun er í sambandi með Karítas Ríkharðsdóttur sérfræðingi í samskiptum hjá Landsbankanum,“ segir í tilkynningunni.

Björg Eva Erlendsdóttir lét nýverið af stöðu framkvæmdastjóra Vinstri grænna, en hún tók í vetur við stöðu framkvæmdastjóra Landverndar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×