Innlent

Mögu­legt að hraunið nái Grindavíkurvegi um há­degis­bil

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kortið sýnir gossprunguna eins og hún var þegar flogið var yfir í morgun.
Kortið sýnir gossprunguna eins og hún var þegar flogið var yfir í morgun. Vísir/Hjalti

Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar frá áhugamönnum um að hraun gæti náð Grindavíkurvegi um hádegisbil og Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir það mögulegt.

„Myndavélarnar geta blekkt,“ segir hún en flestir séu að miða við það sem sjáist á hinum ýmsu myndavélum sem beinast nú að gosinu og sýna í beinni útsendingu. „En þetta er eitthvað sem við erum að undirbúa að geti gerst.“

Samkvæmt fulltrúum Vegagerðarinnar sé mögulegt að hraunið gæti náð Grindavíkurvegi innan einhverra klukkutíma en það sé þó ómögulegt að spá nákvæmlega fyrir um hvenær.

„Eins og við sjáum á vefmyndavélum þá flæðir í átt að veginum,“ segir hún.

Þá sé einnig möguleiki að hraun nái að varnargörðunum við Svartsengi, eins og Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur sagði í samtali við Vísi í morgun. Hjördís segir þannig gott að vita til þess að garðarnir séu komnir upp, það veiti ákveðið öryggi.

Aðspurð segir Hjördís von á upplýsingum um kvikumagn á næstunni en nú sé verið að vinna úr þeim gögnum sem safnað var í yfirlitsflugi Landhelgisgæslunnar í morgun.


Tengdar fréttir

Vaktin: Gosstrókarnir 50 til 80 metra háir

Eldgos hófst klukkan sex í morgun, fimmtudag,  í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×