Lífið

Vann þrenn Grammy-verðlaun en leiddur út í járnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Killer Mike fagnar verðlaununum fyrir bestu rappplötuna, Michael.
Killer Mike fagnar verðlaununum fyrir bestu rappplötuna, Michael. AP/Chris Pizzello

Rapparinn Killer Mike var handtekinn á Grammy-verðlaunahátíðinni í nótt eftir að hafa unnið til þrennra verðlauna á hátíðinni.

Í myndbandi sem The Hollywood Reporter birti mátti sjá Mike leiddan út í járnum af lögreglumönnum í Crypto.com höllinni í Los Angeles. Augnablikum áður hafði hann veitt verðlaunum viðtöku við mikinn fögnuð.

Talsmaður lögreglu sagði að Mike hefði verið handtekinn vegna átaka á hátíðinni. Var hann bókaður fyrir minniháttar brot.

Killer Mike er hluti af rapptvíeykinu Run the Jewels sem fékk Grammy fyrir bestu rappplötuna Michael, bestu frammistöðu í rappi og besta rapplagið, Scientists and Engineers.

Í þakkarræðu sinni sagði hinn 48 ára gamli Mike mikilvægt að gera hipphopp tónlistarstefnunni hátt undir höfði. Hann talaði til aðdáanda tónlistarinnar á öllum aldri, ekki síst þeirra eldri sem mögulega fyndist þeir of gamlir til að rappa.

Frétt CNN.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×