Lífið

Carl Weathers er látinn

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Carl Weathers lék í fjölda kvikmynda og þátta á sínum fimmtíu ára ferli á skjánum.
Carl Weathers lék í fjölda kvikmynda og þátta á sínum fimmtíu ára ferli á skjánum. Getty

Bandaríski leikarinn Carl Weathers, sem var þekktastur fyrir að leika Apollo Creed í myndunum um boxarann Rocky, er látinn 76 ára að aldri.

Fjölskylda Weathers greindi frá andláti hans í dag en hann lést í svefni á þriðjudag.

Weathers fæddist 14. janúar árið 1948 í New Orleans og þótti efnilegur fótboltamaður (í amerískum fótbolta) en eftir að hafa ekki verið valinn í nýliðaval NFL lék hann aðeins í þrjú ár sem atvinnumaður. 

Hann ákvað í staðinn að leggja fyrir sig og lék í rúmlega 75 kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á ferli sem spannaði hálfa öld.

Carl Weathers fór með hlutverk Apollos Creed fyrstu fjórum Rocky-myndunum.vísir/getty

Hans langþekktasta hlutverk er vafalaust Apollo Creed, þungavigtarheimsmeistarinn, sem barðist við Rocky Balboa í fyrstu tveimur Rocky-myndunum. 

Í þriðju mynd seríunnar breyttist dýnamíkin í sambandi þeirra, Creed þjálfaði þá Rocky fyrir bardaga gegn Clubber Lang sem var eftirminnilega leikinn af Mr. T. Það var svo í Rocky IV sem Weathers stimplaði sig út sem Creed eftir bardaga við rússneska tröllið Ivan Drago.

Þar fyrir utan lék Weathers í níu þáttum af The Mandalorian, þáttum um hausaveiðara í Star Wars-heiminum, hermanninn Dilon í hasarmyndinni Predator og í löggumyndinni Action Jackson






Fleiri fréttir

Sjá meira


×