Lífið

Morgunbolli með Heimi Karls­syni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heimir hefur verið í Bítinu í tuttugu ár.
Heimir hefur verið í Bítinu í tuttugu ár.

Heimir Karlsson hefur starfað í Bítinu á Bylgjunni í yfir tuttugu ár og hefur enginn verið lengur í þættinum.

Sindri Sindrason leit við í morgunkaffi hjá Heimi á dögunum og fóru þeir yfir ferilinn og margt fleira í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Þetta hefur verið mjög góður tími og ég hef unnið með frábærum samstarfsmönnum, það má nú ekki gleyma því við svona tilefni að þakka öllum sem hafa verið með mér í þættinum,“ segir Heimir og heldur áfram.

„Ég byrjaði á Stöð 2 árið 1986 um sumarið og síðan um haustið fór Stöð 2 í loftið,“ segir Heimir sem byrjaði sem íþróttafréttamaður.

„Í fyrsta lagi finnst mér þetta rosalega gaman og einhvern veginn á það vel við mig að vera í fjölmiðlum. Mér finnst útvarpið bara æðislegur fjölmiðill. Það er miklu meira sveigjanlegt og þú getur tekið miklu meira fyrir það sem þú brennur fyrir og þú veist að fólk brennur fyrir.“

Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur geta horft á það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×