Lífið

Leik­stjórinn Norman Jewi­son er fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Norman Jewison á viðburði árið 2017 þar sem haldið var upp á fimmtíu ára afmæli kvikmyndarinnar In the Heat of the Night sem skartaði Sidney Poitier í aðalhlutverki.
Norman Jewison á viðburði árið 2017 þar sem haldið var upp á fimmtíu ára afmæli kvikmyndarinnar In the Heat of the Night sem skartaði Sidney Poitier í aðalhlutverki. AP

Kanadíski leikstjórinn og framleiðandinn Norman Jewison er látinn, 97 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt myndum á borð við Moonstruck, In The Heat Of The Night og Fiðlaranum á þakinu.

Erlendir fjölmiðlar segja Jewison hafa andast á heimili sínu á laugardaginn.

Jewison var í þrígang tilnefndur til Óskarsverðlauna en í kvikmyndum sínum tók hann meðal annars á málum eins og kynþáttafordómum og baráttunni fyrir borgaralegum réttindum.

Kvikmyndir Jewison hlutu í heildina 46 tilnefningar til Óskarsverðlauna og hlutu tólf.

Sjálfur hlaut Jewison Óskarsverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndanna á Óskarsverðlaunahátíðinni 1999, og fjórum árum síðar hlaut hann sambærilega viðurkenningu frá kanadísku kvikmyndaakademíunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×