Lífið samstarf

„Þetta nám gerði krafta­verk fyrir mig“

Dáleiðsluskóli Íslands
Þær Ása Hrönn Sæmundsdóttir (t.v.) og Helga Jóna Ósmann Sigurðardóttir eru sérfræðingar í klínískri dáleiðslumeðferð og Hugrænni endurforritun. Myndir/Hulda Margrét.
Þær Ása Hrönn Sæmundsdóttir (t.v.) og Helga Jóna Ósmann Sigurðardóttir eru sérfræðingar í klínískri dáleiðslumeðferð og Hugrænni endurforritun. Myndir/Hulda Margrét.

Þær Ása Hrönn Sæmundsdóttir og Helga Jóna Ósmann Sigurðardóttir eru báðar klínískir dáleiðendur og sérfræðingar í Hugrænni endurforritun frá Dáleiðsluskóla Íslands.

Þær hafa báðar lengi starfað við meðferðarstarf. Aðspurðar um það starf sögðu þær:

Ása Hrönn: „Auk þess að vera sérfræðingur í klínískri dáleiðslu og Hugrænni endurforritun er ég einnig svæða- og viðbragðsfræðingur frá Nuddskóla Reykjavíkur og hef lokið námi í Reiki. Nudd og heilun eiga góða samleið og hef ég áralanga reynslu í starfi.“

Helga Jóna: „Ég er sérfræðingur í klínískri dáleiðslu og Hugrænni endurforritun frá Dáleiðsluskóla Íslands eins og Ása Hrönn og ég hef auk þess starfað sem iðjuþjálfi í heilbrigðisgeiranum í um 20 ár.

Fyrir fimm árum bætti ég svo við mig fjölskyldumeðferðarnámi (MA) og í dag starfa ég bæði í Ljósinu og í Sigurhæðum á Selfossi.

Ljósið er endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og veitir einnig stuðning fyrir aðstandendur þeirra og Sigurhæðir eru úrræði fyrir konur sem eru þolendur kynbundins ofbeldis.“

Breytti námið í Dáleiðsluskóla Íslands einhverju fyrir ykkur persónulega?

Ása Hrönn: „Ég verð að segja að þetta nám gerði kraftaverk fyrir mig. Fyrir námið þjáðist ég af mikilli áfallastreituröskun og ég þróaði með mér þunglyndi, kvíða og félagsfælni og var það mikil áskorun fyrir mig að fara í Dáleiðsluskóla Íslands.

Ég lauk grunnnámi veturinn 2023 og fór beint í framhaldið og lauk náminu um vorið 2023.

Ég hafði farið til geðlæknis og sálfræðinga í gegnum tíðina og fengið verkfæri en aldrei hvarf þessi skuggi sem fylgir kvíða og þunglyndi.

Náminu í Dáleiðsluskóla Íslands fylgir meðferðartími hjá reyndum klínískum dáleiðenda.

Í þeim tíma kynntist ég sjálfri mér upp á nýtt og fann rót vandamála minna og eyddi henni.

Það er mér ómetanlegt og ég fyllist lotningu við að segja frá þessum fyrsta tíma mínum í Hugrænni endurforritun. Tíminn var þriggja klukkutíma meðferð og ég og losnaði við áfallastreituröskunina, félagsfælnina og þunglyndið.

Jafnframt ég kynntist kjarnanum mínum betur, mínum innri styrk og á núna auðvelt með að tengjast honum og finna kyrrð og ró innra með mér.“

Dáleiðslumeðferð er gagnreynd meðferð

Helga Jóna: „Ég hafði lengi verið forvitin um dáleiðslu áður en ég fór í námið. En ég hafði ákveðnar efasemdir sem frestuðu ákvörðun minni að fara í námið. Vangaveltur um hvort dáleiðsla væri eitthvað kukl eða bara nýtt fyrir skemmtanagildið.

Ég tók samt þá ákvörðun að skrá mig á grunnnámskeiðið til að kynnast þessu betur og á eigin skinni. Í náminu erum við mikið að æfa okkur á hvort öðru og þá strax fór ég að skilja þetta betur og fannst það mögnuð upplifun fara í dáleiðsluástand.

Fyrst og fremst þurfum við að sleppa tökunum og leyfa okkur að treysta flæðinu. Við missum ekki stjórn á okkur. Ef við viljum komast í dáleiðsluástand þá gerist það, við ein getum streist á móti.

Sem heilbrigðisstarfsmaður geri ég mér grein fyrir mikilvægi rannsókna og við séum að nýta gagnreyndar nálganir. Ég hef komist að því að dáleiðslumeðferð er gagnreynd meðferð og mjög margar og viðamiklar rannsóknir liggja þar að baki allt frá 18. öld en ekki síst á síðustu áratugum.“

Þið hafið nú þegar allmikla reynslu af dáleiðslumeðferð skjólstæðinga. H vernig hefur það gengið?

Ása Hrönn: „Dáleiðslumeðferð og Hugræn endurforritun eru gríðarlega öflug verkfæri í meðferðarstarfi og jafnvel eftir eitt skipti hafa skjólstæðingar mínir náð miklum árangri.

Meðferðin byggist á meðferðum þekktra sálfræðinga og geðlækna sem kynntar hafa verið síðustu ár og hefur Ingibergur Þorkelsson, skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands, þróað þessa áhrifaríku meðferð.

Til mín hafa leitað skjólstæðingar með áfallastreituröskun, kvíða, þunglyndi, félagsfælni, verki, ýmis konar fíkn og önnur vandamál. Meðferðirnar hafa gengið mjög vel.

Ég fylgist með árangri skjólstæðinga minna og mér finnst alltaf svo yndislegt að sjá hversu mögnuð þessi meðferð er. Allir hafa fundið fyrir mikilli breytingu andlega og líkamlega.“

Síðasta hálmstráið

„Því miður er það þannig að fólk kemur oft síðast í dáleiðslumeðferð og það hefur gengið á milli geðlækna og sálfræðinga og hefur ekki náð nægjanlegum bata. Kvíðinn og þunglyndið hafa blossað aftur upp. Fyrir marga er það síðasta hálmstráið að fara í dáleiðslumeðferð og Hugræna endurforritun.

Í dáleiðsluástandi komumst við að rót vandans og sjáum af hverju vandamálin stafa. Það þarf að finna rótina og byrja þar að leysa úr vandamálunum.“

Fólk á stundum bágt með að trúa breytingunni á sjálfu sér

Helga Jóna: „Ég upplifi vaxandi áhuga á dáleiðslumeðferð og opnari umræðu og það er af hinu góða.

Sigurhæðir eru á Selfossi og er úrræði fyrir konur sem búa á Suðurlandi sem eru þolendur kynbundins ofbeldis. Þar er konunum veittur stuðningur, ráðgjöf og meðferð, áhersla er lögð á áfallameðferð og tilfinningalega úrvinnslu og tilfinningalegt uppgjör tengt minningum, áföllum og afleiðingum ofbeldis.

Þar er ég líka farin að veita dáleiðslumeðferð samhliða þeirri nálgun sem veitt er þar fyrir og hefur reynst vel.

Þeir sem hafa komið til mín í dáleiðslumeðferð hafa komið af ýmsum ástæðum, eins og t.d. vegna skorts á sjálfstrausti, vegna ritstíflu, orkuleysis, verkja og hræðslu við vissar aðstæður svo eitthvað sé nefnt.

Fólk sem uppgötvar og upplifir á eigin skinni að hægt sé að hafa áhrif á hvernig það bregst við og á líðan þeirra með því að losna við neikvæðar tilfinningar sem tengjast slæmum minningum og losna við niðurrifsraddir sem hafa bergmálað innra með því í mörg ár, hefur lýst frelsistilfinningu og jafnvel mikilli umbreytingu.

Mér finnst margir eiga bágt með að trúa breytingunni á sjálfum sér. Margir fá aukinn skilning á því hvers vegna þeir bregðast við eins og þeir gera og hvaða persónuþættir ráða för hverju sinni.“

Næsta grunnnámskeið Dáleiðsluskóla Íslands hefst 6. september 2024.

Hægt er að bóka sig á daleidsla.is.

Til að finna meðferðaraðilla í klínískri dáleiðslu og Hugrænni endurforritun (meðal annars þær Ásu og Helgu Jónu) ferðu á heimasíðu Félags Klínískra dáleiðenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×