Fótbolti

Osimhen vill fara til Eng­lands í fram­tíðinni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Victor Osimhen hefur verið einn besti leikmaður Napoli síðan hann kom til félagsins árið 2020.
Victor Osimhen hefur verið einn besti leikmaður Napoli síðan hann kom til félagsins árið 2020. Vísir/Getty

Victor Osimhen skrifaði nýlega undir samning við Napoli til ársins 2026. Hann sagðist eiga í góðu sambandi við forseta félagsins og vonast til að verða aftur Ítalíumeistari með Napoli áður en hann lætur drauma sína um að spila í ensku úrvalsdeildinni rætast. 

Osimhen hefur verið ein heitasta varan á leikmannamarkaðnum undanfarin ár og orðaður við hvert stórlið á eftir öðru. Líklegasti áfangastaður hefur alltaf þótt enska úrvalsdeildin en vitað er að stórlið þar á borð við, Arsenal, Chelsea, Liverpool og Manchester United hafa sýnt leikmanninum áhuga. 

Í viðtali við Sky Sports þvertók Osimhen fyrir það að hann væri á förum frá Napoli á næstunni. Hann var svo spurður hvort hann hyggðist spila í ensku úrvalsdeildinni síðar meir og svaraði því játandi. 

„Auðvitað, einn daginn, ekki spurning, en núna er ég með aðrar áætlanir fyrir minn feril sem ég hlakka mikið til. En þegar tíminn kemur held ég að allir viti hvað muni gerast.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×