Lífið samstarf

Næsta kyn­slóð fyrir ör­veru­flóru líkamans byggð á mann­legum grunni

Artasan
Arnie Liepa er eigandi Cura Nutrition og tók þátt í að þróa Cura Sporebiotic grógerlana en hann hefur margra ára reynslu á sviði meltingar og örveruflóru.
Arnie Liepa er eigandi Cura Nutrition og tók þátt í að þróa Cura Sporebiotic grógerlana en hann hefur margra ára reynslu á sviði meltingar og örveruflóru.

Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað í gegnum tíðina sem snýr að því að hvernig best sé að viðhalda eða endurbyggja jafnvægi bakteríuflórunnar okkar í þörmum.

Fyrirtækið Cura Nutrition hefur komið með svokallaða grógerla á markað en þeim hefur tekist að þróa grógerla sem hafa þá sérstöðu að vera unnir úr mannlegum stofni, eða gerlaflóru heilbrigðs einstaklings. Arnie Liepa er eigandi Cura Nutrition og tók þátt í að þróa Cura Sporebiotic grógerlana en hann hefur margra ára reynslu á sviði meltingar og örveruflóru. Arnie hefur svarað nokkrum spurningum varðandi þessa áhugaverðu vöru sem er sérstaklega hönnuð til þess að endurbæta, vernda og koma jafnvægi á þarmaflóru líkamans.

Hvað er Cura Sporebiotics™?

Cura Sporebiotics er ný blanda svokallaðra grógerla sem hafa þá sérstöðu að gerlarnir eru unnir úr gerlaflóru heilbrigðs einstaklings. Grógerlastofnarnir eru ekki sérstaklega útbúnir með sýruhjúp, heldur eru þeir gall og sýruþolnir frá náttúrunnar hendi og ná þannig góðri útbreiðslu í þörmum þar sem þeir margfalda sig á náttúrlegan hátt. Þegar grógerlarnir hafa náð á áfangastað, ná þeir bólfestu og koma sér fyrir og endurbæta þarmaumhverfið til þess að efla heilbrigðan meltingarveg. Grógerlarnir hafa það að markmiði að lækka pH-gildi í þörmum, draga úr vindgangi og óþægindum, auka framleiðslu keðjustuttra fitusýra og stuðla að vexti mikilvægra góðgerla á aðeins 30 dögum.

Hverjir ættu að taka grógerla?

Ég myndi segja að svarið við þeirri spurningu væri, næstum því allir. Grógerlar eru næsta kynslóð örveruflóru líkamans. Virkni þeirra er öðruvísi heldur en þeir meltingargerlar sem eru nú þegar á markaði og við erum vön, en þeir innihalda þrjár tegundir af sérhæfðum Bacillus gróum ásamt fjórum lykil andoxunarefnum, betakarótín, lútein, lýkópen og astaxanthin. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ýmsir nútíma kvillar sem eru að herja á okkur, eins og vandamál sem tengjast meltingu, húð, hjarta- og æðakerfi ásamt andlegri líðan eiga það allt sameiginlegt að eiga rætur sínar að rekja til þarmanna. Með því að taka Cura Sporebiotics grógerla, á sér stað sérstök endurbæting í þörmunum sem hefur það að markmiði að draga úr slíkum kvillum.

Ég mæli sérstaklega með grógerlunum fyrir öll þau sem eru að glíma við einkenni sem tengjast meltingu á einhvern hátt, barnshafandi konur, börn og ávallt samhliða sýklalyfjum. Grógerlarnir eru algerlega ónæmir fyrir sýklalyfjum og má taka þá samhliða þeim án þess að það dragi úr virkni. Þeir viðhalda starfsemi þarma, koma í veg fyrir að skaðlegar lífverur fjölgi sér um of meðan á sýklalyfjameðferð stendur og auðvelda náttúrulegum góðgerlum að fjölga sér á ný. Gerlarnir eru einstaklega áhrifaríkir til þess að endurheimta jafnvægi gagnlegra baktería í þörmunum sem eiga sérstaklega til að raskast við inntöku sýklalyfja.

Er óhætt að gefa börnum grógerla?

Já, ég mæli með því að börn þriggja ára og eldri taki grógerla þar sem þeir styðja við þarmaflóruna og meltinguna sem hefur góð áhrif á vöxt og þroska ónæmiskerfisins. Það er ýmislegt í okkar daglegu fæðu sem getur sett þarmaflóruna í ójafnvægi, ekki síst hjá börnum. Einnig eru ung börn meira útsett fyrir alls kyns veirukvillum sem enda með því að þau eru oft sett á sýklalyf og er þá sérstaklega mikilvægt að endurbæta þarmaflóru þeirra. Góður kostur við grógerlana er að auðvelt er að fá börn til þess að innbyrða þá með því að opna hylkin og strá innihaldinu yfir graut, jógúrt eða hvað sem er, sem hefur engin áhrif á virkni. Í raun mæli ég með grógerlum fyrir alla aldurshópa, því öll þau stig sem við förum í gegnum á lífsleiðinni er örveruflóran okkar að leitast eftir því að komast í jafnvægi. Þó eru allskyns þættir sem stöðugt koma flórunni í ójafnvægi eins og lífsstíll, streitustig, fæðuval og umhverfis áhrif. Að taka grógerla á formi bætiefna er einföld leið til þess að vinna gegn þessum áhrifum.

Myndirðu mæla með langtíma notkun grógerla?

Ég myndi hugsa um grógerla sem langtímafjárfestingu í þinni eigin heilsu. Ég mæli með því að koma grógerlum inn í daglega rútínu vegna þess að því lengur sem þú tekur gerlana inn, því meiri endurbæting á sér stað í þörmunum. Gerlarnir hafa það að markmiði að hjálpa til við að draga úr líkum á kvillum sem í kjölfarið valda heilsubrestum.

Cura Sporebiotics er byggt á mannlegum grunni úr gerlaflóru heilbrigðs einstaklings sem er næsta kynslóð fyrir örveruflóru líkamans.

100% lífvænleiki tryggður

  • Hentar fullorðnum og börnum eldri en þriggja ára.
  • Mælt er með að fullorðnir einstaklingar taki 1 hylki á dag fyrsta mánuðinn og þar á eftir 1 hylki annan hvern dag.
  • Mælt er með að börn taki ½ hylki daglega.
  • Gerlana þarf EKKI að geyma í kæli.
  • Hægt er að elda úr innihaldi hylkjanna án þess að gerlarnir skemmist.
  • Opna má hylkin og nota innihaldið án þess að það hafi áhrif á virkni.
  • Fæst í flestum apótekum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×