Fótbolti

Að­dá­endur AC Milan vilja fá Conte til starfa

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Antonio Conte hefur verið án starfs síðan hann fór frá Tottenham í apríl 2023. Napoli hafði samband við hann fyrir þetta tímabil en þjálfarinn hafði ekki áhuga þá og ákvað að taka sér lengri tíma til að ákveða framtíðaráform.
Antonio Conte hefur verið án starfs síðan hann fór frá Tottenham í apríl 2023. Napoli hafði samband við hann fyrir þetta tímabil en þjálfarinn hafði ekki áhuga þá og ákvað að taka sér lengri tíma til að ákveða framtíðaráform. Marco Canoniero/LightRocket via Getty Images

Antonio Conte er talinn líklegasti arftaki Stefano Pioli hjá AC Milan. Sá síðarnefndi hefur stýrt félaginu frá árinu 2019 en árangurinn hefur staðið á sér undanfarin tvö tímabil.  

Það er farið að hitna verulega undir sæti Stefano Pioli hjá AC Milan. Eftir að hafa unnið ítölsku deildina árið 2022 hefur gengi liðsins hrakað. Liðið féll úr keppni í ítalska bikarnum gegn Atalanta á miðvikudag og er níu stigum frá toppsæti deildarinnar. 

Eftir ósigurinn á miðvikudag hrúguðust stuðningsmenn AC Milan á samfélagsmiðla og létu óánægjuraddir sínar heyrast. Flestir kölluðu eftir því að Conte yrði ráðinn til starfa.

Gazzeta greinir frá því að Pioli muni klára tímabilið og Conte verði ráðinn til starfa í sumar. 

Conte stýrði nágrannaliðinu Internazionale til sigurs í deildinni tímabilið 2020–21, þar áður hafði hann þrisvar orðið meistari með Juventus í stjórnartíð sinni frá 2011–14. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×