Enski boltinn

Totten­ham ná­lægt því að kaupa liðs­fé­laga Alberts

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Radu Dragusin þakkar hér Alberti Guðmundssyni fyrir stoðsendinguna í leik í desember.
Radu Dragusin þakkar hér Alberti Guðmundssyni fyrir stoðsendinguna í leik í desember. Getty/Simone Arveda

Tottenham og Genoa eru á lokasprettinum í viðræðum sínum um kaup enska úrvalsdeildarliðsins á varnarmanninum Radu Dragusin.

Radu Dragusin er 21 árs rúmenskur miðvörður sem er á öðru tímabili sínu með Genoa. Hann kom fyrst til félagsins á láni frá Juventus fyrir síðasta tímabil en Genoa gekk svo frá endanlegum kaupum á honum í janúar í fyrra.

Sky á Ítalíu segir að Tottenham hafi boðið 21,5 milljón pund í leikmanninn og við það gætu síðan bæst 4,3 milljónir punda í árangurstengdar greiðslur. Viðræður standa enn yfir en eru langt komnar.

Dragusin hefur skorað tvö mörk í ítölsku deildinni á þessu tímabili og annað þeirra kom með skalla eftir hornspyrnu frá Alberti Guðmundssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×