Lífið

Allt er þegar þrennt er hjá Fríðu Rún og Al­freð

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Alfreð smellir kossi á Viktoríu dóttur þeirra Fríðu Rúnar eftir frækið 1-1 jafntefli gegn Argentínu í Moskvu á HM 2018. Alfreð skoraði mark Íslands í leiknum.
Alfreð smellir kossi á Viktoríu dóttur þeirra Fríðu Rúnar eftir frækið 1-1 jafntefli gegn Argentínu í Moskvu á HM 2018. Alfreð skoraði mark Íslands í leiknum. Getty/Matthias Hangs

Alfreð Finnbogason knattspyrnumaður og Fríða Rún Einarsdóttir eiga von á sínu þriðja barni. Fríða Rún greinir frá þessu á samfélagsmiðlum sínum.

Alfreð og Fríða Rún eru búsett í Belgíu þar sem Alfreð spilar með KAS Eupen. Alfreð hóf einmitt atvinnumannaferil sinn í Belgíu fyrir rúmum áratug en Fríða Rún er fyrrverandi fimleikastjarna úr Gerplu.

Alfreð og Fríða Rún, sem er menntuð í sálfræði, eiga fyrir dóttur fædda árið 2017 og son fæddan í ársbyrjun 2019.

Alfreð hefur spilað 73 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim átján mörk. Hann verður 35 ára á árinu en Fríða er þremur árum yngri.


Tengdar fréttir

Alfreð og Fríða eignuðust sitt annað barn

Alfreð Finnbogason og Fríða Rún Einarsdóttir eignuðust í gær sitt annað barn en knattspyrnufélagið FC Augsburg greinir frá á Twitter-reikningi félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×