Fótbolti

Sara Björk lyfti Ofurbikarnum á loft

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Juventus
Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Juventus Juventus FC via Getty Images

Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Juventus þegar liðið vann 2-1 sigur gegn Roma í úrslitaleik Ofurbikarsins. Þetta var í fjórða sinn á sex árum sem félagið hampar titlinum. 

Ofurbikar Ítalíu (ít. Supercoppa Italiana) er árlegur úrslitaleikur milli sigurvegara Úrvalsdeildarinnar og ítölsku bikarkeppninnar.  

Juventus er fastagestur í Ofurbikarnum enda unnið deildina fimm sinnum síðustu sex ár og bikarkeppninna tvisvar í röð. Félagið hefur nú fjórum sinnum unnið Ofurbikarinn síðustu sex ár, þær töpuðu í fyrra gegn Roma og þar áður töpuðu þær árið 2018 gegn Fiorentina. 

Juventus komst strax yfir á 12. mínútu þegar Evelyn Viens setti boltann óvart í eigið net. Roma jafnaði svo fimmtán mínútum síðar með góðu marki frá Saki Kumagai. 

Maelle Garbino var svo hetja Juventus þegar hún skoraði sigurmark leiksins á 54. mínútu. Lokaniðurstaða 2-1 sigur Juventus. Þær eru einnig í harðri baráttu við Roma um Ítalíumeistararatitilinn, sitja sem stendur í 2. sæti deildarinnar, sex stigum á eftir Roma. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×