Leikjavísir

Snjall­síma­leikur Kim Kar­dashian lagður niður

Bjarki Sigurðsson skrifar
Leikurinn Kim Kardashian: Hollywood kom út í júní árið 2014.
Leikurinn Kim Kardashian: Hollywood kom út í júní árið 2014. Getty/Rodin Eckenroth

Snjallsímaleikur raunveruleikaþáttastjörnunnar Kim Kardashian hefur verið fjarlægður úr smáforritaverslunum helstu snjallsíma. Tíu ár eru síðan leikurinn var gefinn út en Kardashian kveðst ætla að snúa sér að öðrum verkefnum í staðinn. 

Leikurinn, sem ber hið einfalda nafn Kim Kardashian: Hollywood, snerist um það að spilarar léku karakter innan Hollywood-senunnar og áttu að reyna að afla sér sem flestra aðdáenda. Því fleiri aðdáendur sem þú áttir, því betri varstu í leiknum. 

Leikurinn var gríðarlega vinsæll um tíma.Glu.com

Aðdáendur sem höfðu aldrei eytt leiknum úr farsíma sínum eða spjaldtölvu þurfa þó ekki að hafa neinar áhyggjur, þeir geta haldið áfram að spila leikinn alveg þar til 8. apríl næstkomandi. Þá verður slökkt á vefþjóni hans. 

„Ég er svo þakklát þeim sem spiluðu og elskuðu Kim Kardashian: Hollywood síðustu tíu ár. Þessi vegferð hefur þýtt svo mikið fyrir mig en ég hef áttað mig á því að ég þurfi að eyða orku minni í önnur áhugamál,“ segir Kardashian í samtali við TMZ. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×