Innlent

Að­fanga­dagur: Hvar er opið og hve lengi?

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Opnunartíma ýmissa verslana í dag má nálgast hér. 
Opnunartíma ýmissa verslana í dag má nálgast hér.  Vísir/Vilhelm

Aðfangadagur jóla er runninn upp. Nú fer hver að verða síðastur að kaupa síðustu hráefnin í sósuna og síðustu jólagjöfina. Þá er gott að vita hvar er opið og hversu lengi. 

Fyrir þá sem vilja ljúka öllum verkefnum dagsins án þess að þurfa tvisvar að finna bílastæði er opið í Kringlunni og Smáralind milli 10 og 13. Á Glerártorgi er opið frá 10 til 12. Í Firðinum í Hafnarfirði er opið milli klukkan 11 og 13.

Opið er í flestum matvöruverslunum í dag, fyrir þá sem enn eiga eftir að versla í matinn er opið í verslunum Bónus frá 10 til 14. Í verslunum Hagkaupa í Kringlunni og Smáralind er opið frá 9 til 14 en í Skeifunni, Garðabæ, á Akureyri, á Eiðistorgi og í Spönginni er opið til klukkan 16.

Verslanir Krónunnar verða opnar frá 9 til 15, að utanskilinni versluninni í Borgartúni sem er opin frá 8 til 15. Í verslunum Nettó opnar opnar ýmist klukkan 8, 9 eða 10 en lokar í öllu falli klukkan 14. Í Fjarðarkaupum er opið frá 9 til 12:30.

Fyrir þá sem eru á allra síðustu stundu er víða opið í Krambúðinni til klukkan 16 og í verslunum Extra til klukkan 17.

Venju samkvæmt er lokað í ÁTVR á sunnudögum og þar er aðfangadagur engin undantekning. Þá er lokað í ríkinu á jóladag og annan í jólum. Næst verður opið á miðvikudag. 

Fram til klukkan eitt komast íbúar höfuðborgarinnar í sund. Þó er lokað í Dalslaug, Grafarvogslaug og Árbæjarlaug. Hér er hægt að sjá opnunartíma sundlauga víða um landið í dag og næstu daga. 

Strætisvagnar aka samkvæmt sunnudagsáætlun á höfuðborgarsvæðinu. Síðustu ferðir leggja af stað um þrjúleytið. Enginn akstur verður á innanbæjarvögnum í Reykjanesbæ og á Akureyri. Nánari upplýsingar um akstur á landsbyggðinni má nálgast hér



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×