Lífið

Grínaðist með gosið og nafn Þor­valds Þórðar­sonar

Samúel Karl Ólason skrifar
Stephen Colbert í þætti sínum í gærkvöldi.
Stephen Colbert í þætti sínum í gærkvöldi.

„Eins og alltaf, byrjum við á stóru fréttinni frá Íslandi.“ Þetta sagði Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, í upphafi þáttar síns á CBS í gærkvöldi. Þar ræddi hann á léttum nótum um eldgosið á Reykjanesi og nafn Þorvalds Þórðarsonar.

Hann byrjaði á að líkja eldgosinu við Mount Doom úr Hringadróttinssögu en hann er mikill aðdáandi skrifa Tolkien. Þá sagði Colbert að þó enginn hefði slasast eða látið lífið væri ástandið alvarlegt þar sem eldgosið væri mjög nærri byggð og mikilvægum innviðum.

Vísaði hann þar í ummæli Þorvalds Þórðarsonar, sem Colbert sagði vera íslenskasta nafn sögunnar. Nafnið var skrifað „Thorvaldur Thordarson“.

„The man so nice the Thor‘ed him twice,“ sagði Colbert, en það væri hægt að þýða svo: „Maðurinn sem er svo indæll að þeir Þór-uðu hann tvisvar“.

Því næst sagði Colbert að þar sem ástandið væri nokkuð öruggt hefðu yfirvöld á Íslandi snúð sér að helsta leyndardómi Íslands, hvernig íslenski hesturinn hefði orðið svona sætur.

Grín Colberts um Ísland má sjá í spilaranum hér að neðan. Hann hóf þátt sinn á bröndurum um Ísland.

Eldgosið hefur líka verið mikið til umfjöllunar hjá fjölmiðlum erlendis. Hér að neðan má sjá nokkrar umfjallinir, eins og frá Wall Street Journal, Fox News og Sky í Ástralíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×