Innlent

Bein út­sending: Kynna til­lögur starfs­hóps um vindorku

Árni Sæberg skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, setur kynningarfundinn.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, setur kynningarfundinn. Stöð 2/Arnar

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði í júlí 2022 þriggja manna starfshóp sem fékk það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um drög að lögum og reglugerð um vindorku, með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku, jafnframt því að tekið verði tillit til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru. Starfshópurinn hefur nú skilað ráðherra tillögum sínum.

Þetta segir í tilkynningu um kynningu á tillögum starfshópsins, sem haldin verður umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu klukkan 15:30 í dag. Fylgjast má með kynningunni í beinni útsendingu hér að neðan:

Starfshópinn skipuðu þau Hilmar Gunnlaugsson, formaður hópsins, Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi ráðherra umhverfis- og auðlindamála og Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrverandi Alþingismaður.

Starfshópurinn skilaði af sér stöðuskýrslu í apríl síðastliðnum, þar sem dregin voru saman helstu álitaefni sem komið höfðu upp við vinnu hópsins auk þess sem settir voru fram ýmsir valkostir um hvaða leiðir væru færar til að leysa úr þeim. Í framhaldinu voru haldnir opnir kynningarfundir um allt land þar sem starfshópurinn, ásamt umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sátu fyrir svörum um málefni vindorkunnar.

Eftir að hafa hlýtt á sjónarmið hagaðila og almennings hefur hópurinn unnið áfram að málinu með það að markmiði að leggja til tilteknar breytingar á lagaramma um vindorku til að ná framangreindum markmiðum, sem kynntar verða á fundinum.


Tengdar fréttir

Umhverfisráðherra boðar frumvarp um vindorku næsta vetur

Starfshópur á vegum umhverfisráðherra leggur áherslu á að vandaðri pólitískri stefnumótun í vindorkumálum verði lokið áður en hafist verði handa við uppbyggingu vindorkuvera. Ráðherra boðar að frumvörp um nýtingu vindorku verði lögð fram á næsta þingvetri.

Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga

Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×