Körfubolti

Fjórði sigur Kefl­víkinga í röð og Stjarnan heldur í við toppliðin

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stjörnukonur unnu öruggan sigur í kvöld.
Stjörnukonur unnu öruggan sigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Keflavík, topplið Subway-deildar kvenna í körfubolta, vann öruggan 35 stiga sigur er liðið heimsótti Fjölni í 13. umferð deildarinnar í kvöld, 54-89.

Keflvíkingar höfðu yfirhöndina allan leikinn og leiddu með níu stiga mun að loknum fyrsta leikhluta. Eftir nokkuð jafnan annan leikhluta tóku gestirnir frá Keflavík svo öll völd og unnu að lokum afar öruggan 35 stiga sigur, 54-89.

Anna Ingunn Svansdóttir og Birna Benónýsdóttir voru stigahæstar í liði Keflavíkur með 15 stig hvor, en Korinne Campbell skoraði 21 stig fyrir Fjölni.

Keflvíkingar hafa nú unnið fjóra deildarleiki í röð og tróna á toppi deildarinnar með 24 stig eftir 13 leiki. Fjölniskonur sitja hins vegar í áttunda sæti með sex stig.

Þá vann Stjarnan einnig öruggan tuttuga stiga sigur er liðið tók á móti Snæfelli í nýliðaslag. Snæfell leiddi með einu stigi í hálfleik, 40-41, en Stjörnukonur tóku völdin í síðari hálfleik og unnu að lokum öruggan sigur 92-72.

Kol­brún María Ármanns­dótt­ir var stiga­hæst hjá Stjörn­unni með 22 stig, en Shawnta Shaw var stiga­hæst í liði Snæ­fells með 18 stig.

Að lokum unnu Haukar þægilegan 23 stiga sigur gegn botnliði Breiðabliks, 85-62.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×