Lífið

Gjafa­pappír og merki­miðar eftir börnin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margrét Ýr er algjör snillingur þegar kemur að föndri með börnunum.
Margrét Ýr er algjör snillingur þegar kemur að föndri með börnunum.

Nú eru jólin að koma og mörgum langar að gera eitthvað jólalegt með börnunum. Það er þó kostur ef það er einfalt og skemmtilegt á sama tíma.

Margrét Ýr Ingimarsdóttir, kennari, er algjör snillingur í því að föndra og fékk Sindri Sindrason að kynnast því í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Til að mynda er hægt að föndra gjafapappír með börnunum sem sómar sér vel undir trénu. Og ekki skemmir ef börnin búa einnig til merkimiðana sjálfa.

Margrét fer vel yfir þetta í Íslandi í dag í gær en hægt er að sjá brot úr innslaginu hér að neðan.

Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð það í heild sinni á Stöð 2 + og í frelsiskerfi Stöðvar 2.

Klippa: Gjafapappír og merkimiðar eftir börnin





Fleiri fréttir

Sjá meira


×