Sport

Snæ­fríður Sól í sjöunda sæti á EM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Snæfríður Sól átti gott Evrópumót.
Snæfríður Sól átti gott Evrópumót. Sundsamband Íslands

Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti til úrslita í 200 metra skriðsundi á EM í 25 metra laug. Endaði hún í 7. sæti.

Snæfríður Sól synti á tímanum 1:55,25 mínúta sem er næst besti tími hennar og undir gamla metinu hennar. Hún setti einmitt nýtt íslandsmet í greininni í gær, 1:54,23 mínúta.

Snæfríður stóð sig frábærlega á EM25 en hún setti þrjú íslandsmet á mótinu, fór í undanúrslit í 100 metra skriðsundi og alla leið í úrslitasundið í 200 metra skriðsundi.


Tengdar fréttir

Snæ­fríður Sól komst í úr­slit á nýju Ís­lands­meti

Snæfríður Sól Jórunnardóttir er komin í úrslit EM í 25 metra laug í 200 metra skriðsundi sem fram fer í Rúmeníu um þessar mundir. Snæfríður Sól gerði sér lítið fyrir og setti nýtt Íslandsmet í undanrásunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×