Sport

Anton Sveinn örugg­lega í úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Anton Sveinn synti af miklu öryggi í dag.
Anton Sveinn synti af miklu öryggi í dag. Sundsamband Íslands

Sundkappinn Anton Sveinn McKee tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum 200 metra bringusunds á Evrópumótinu í 25 metra laug sem nú fram fer í Rúmeníu.

Anton Sveinn endaði annar í sínum undanriðli eftir að leiða nærri allan tímann. Á endanum var hann aðeins sekúndubrotum á eftir Amo Kamminga frá Hollandi. Kamminga synti á 2:04,59 á meðan Anton Sveinn synti á 2:04,67 mínútum.

Í hinum undanriðlinum vann Casper Carbeau, einnig frá Hollandi, en hann synti á 2:03,34 mínútum. Anton Sveinn var því þriðji og komst örugglega í úrslit.

Best á Anton Sveinn 2:01,65 mínútur í 200 metra bringusundi en það er Íslandsmet í greininni. Syndi hann þannig í úrslitum á morgun eru allar líkur á að hann standi uppi sem Evrópumeistari.

Úrslitasundið fer fram klukkan 16.19 að íslenskum tíma á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×