Lífið

Jólalest Coca-Cola leggur af stað á morgun

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Jólalest Coca-Cola leggur af stað  á morgun, laugardag klukkan 17:00 frá höfuðstöðvum Coca-Cola að Stuðlahálsi.
Jólalest Coca-Cola leggur af stað á morgun, laugardag klukkan 17:00 frá höfuðstöðvum Coca-Cola að Stuðlahálsi. Getty

Jólalest Coca-Cola er fastur liður í aðventunni og á sér kæran sess í hugum margra. Í ár keyrir jólalestin sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 28. skipti á morgun, laugardaginn 9. desember.

Ljósum prýdd lestin leggur af stað kl. 17:00 frá Stuðlahálsi, höfuðstöðvum Coca-Cola. Þaðan ferðast hún um helstu hverfi höfuðborgarinnar og nærsveita áður en hún snýr aftur upp á Stuðlaháls.

Jólalestin keyrir um í lögreglufylgd og með Hjálparsveit Skáta.Aðsend

Lestin stoppar stutt við Spöngina og við Minigarðinn í Skútuvogi. Þar eftir heldur hún leið sinni viðstöðulaust áfram gegnum höfuðborgarsvæðið.

Jólalestin keyrir um í lögreglufylgd og með aðstoð Hjálparsveit Skáta. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir því til fólks að sýna aðgát og koma ekki of nálægt lestinni, enda er hún miklu fallegri og öruggari í fjarlægð.

Lestin leggur af stað frá höfuðstöðvum Coca-Cola að Stuðlahálsi.Aðsend

Hægt er að fylgjast með staðsetningu lestarinnar í rauntíma á www.jolalestin.is.

„Hátíðirnar nálgast“

Coca-Cola útbýr sérstakar jólaauglýsingar á hverju ári sem margar hverjar eiga sérstakan sess í hjörtum fólks og vekja upp ljúfar æskuminningar. Eldri lesendur kannast eflaust við klassíska klippu í spilaranum hér að neðan sem er um hálfrar aldar gömul.

Jólaauglýsingin frá 1995, Holidays are coming, hóf göngu sína þegar fyrsta jólalestin keyrði af stað og hefur verið sýnd í sjónvarpinu á Íslandi ár hvert síðan þá.

Jólaauglýsing Coca-Cola í ár minnir okkur á að hvert og eitt okkar getur verið jólasveinn með því að gleðja hvert annað, og að það eru litlu hlutir hátíðarinar sem skipta mestu máli.


Tengdar fréttir

Jóla­lestin fer sinn ár­lega hring í dag

Jólalest Coca-Cola leggur af stað klukkan 17 í dag. Lestin er á leiðinni í sinn 27. hring um höfuðborgarsvæðið en hægt verður að fylgjast með hvar hún er í rauntíma í gegnum nýja vefsíðu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×