Sport

Nýtt Ís­lands­met dugði ekki til

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti eigið Íslandsmet, en það dugði ekki til.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti eigið Íslandsmet, en það dugði ekki til. SSÍ

Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir missti naumlega af sæti í úrslitum í 100 metra skriðsundi á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í 25 metra laug.

Mótið fer fram í Otopeni í Rúm­en­íu og synti Snæfríður sundið á 53,11 sekúndum og hafnaði í níunda sæti í undanúrslitunum. Snæfríður bætti þar með eigið Íslandsmet um átta hundruðustu úr sekúndu, en aðeins átta efstu unnu sér inn sæti í úrslitum og missti hún því naumlega af sætinu.

Snæfríður hafði synt á 53,33 sekúndum í undanrásunum og var þá með sjötta besta tíma allra í greininni, en þrátt fyrir bætinguna situr hún eftir með sárt ennið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×