Sport

Snorri og Anton hvorugur á­fram | Snorri setti unglingamet

Dagur Lárusson skrifar
Anton McKee.
Anton McKee.

Snorri Dagur Einarsson og Anton McKee komust hvorugur áfram í úrslit í 100 metra bringusundi á EM í Rúmeníu en sundinu lauk rétt í þessu. Snorri náði þó góðum persónulegum árangri.

Snorri Dagur endaði í áttunda og síðasta sætinu í sínum riðli og í 16. sæti í heildina en hann synti á 58.57 sekúndum.

Þrátt fyrir að komast ekki áfram náði Snorri að bæta metið sitt í greininni í annað sinn í dag. Fyrr í dag synti Snorri á 58,96 sekúndum en núna synti hann á 58,57. Snorri Dagur var ekki aðeins að bæta sitt eigið met heldur var hann einnig að bæta unglingametið.

Í sundinu fyrr í dag náði Anton McKee sínum besta tíma í greininni á árinu þegar hann synti á 58,06. Hann náði hins vegar ekki að jafna eða bæta þann tíma í undanúrslitunum en þar synti hann á 58,12 sekúndum og endaði í 5. sæti í sínum riðli og í 10. sæti í heildina.

Anton komst því heldur ekki áfram en hann og Andrius Sidlauskas frá Litháen gætu þó komist í úrslitin ef einhver dregur sig úr keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×